Heim / PC leikir / Activision kærir tölvuleikjaforritara fyrir að stela Warzone nafninu
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Activision kærir tölvuleikjaforritara fyrir að stela Warzone nafninu

Davíð og Golíat

Þetta er eins og saga Davíðs og Golíats.

Call of Duty: Warzone hefur verið gríðarlega vinsæll leikur frá því að hann kom út í fyrra, en það er tölvuleikjafyrirtækið Activision sem framleiddi leikinn.

Nú hefur Andy, sem er sjálfstæður tölvuleikjaforritari, verið stefnt af Activision þar sem honum er sakað um að hafa stolið Warzone nafninu og krefja þess að hann afsali sér nafninu og eins afhenti Activision heimasíðuna Warzone.com.

Andy segir að þetta sé langt í frá rétt að hann hefur stolið nafninu Warzone, því að hann hefur starfað s.l. 10 ár við að hanna tölvuleikinn WarLight og áframhald af þeim leik hefur hann gert leikinn Warzone sem var gefinn út árið 2017.

„Þessi leikur hefur verið starf mitt og eina tekjulindin í áratug. Ég hef enga starfsmenn á launum, og ég hef gert Warzone frá grunni og vona að ég geti haldið áfram að vinna við þann leik um ókomin ár.”

Segir Randy á gofundme.com þar sem nú stendur yfir söfnun, en hann þarf að standa straum af kostnaði við lögsókn gegn Activision, til að fá úr því skorið hvort hann hafi stolið nafninu eður ei.

Þetta er eins og saga Davíðs og Golíats.

Þegar þetta hefur skrifað þá er söfnunin komin í 7,750 dollara, en stefnan er tekin á 50 þúsund dollara.

Mynd: pixabay.com

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]