Heim / Lan-, online mót / Einherjar eru Íslandsmeistarar í Overwatch – Vídeó
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Einherjar eru Íslandsmeistarar í Overwatch – Vídeó

Íslandsmeistaramót í tölvuleiknum Overwatch

Einherjar og Team Hafficool kepptu til úrslita í Íslandsmeistaramótinu í tölvuleiknum Overwatch fyrir fullum sal í Kaldalón í Hörpunni í dag.

Skrunið niður til að horfa á myndband.

Íslandsmeistaramót í tölvuleiknum Overwatch 2017

Það voru Einherjar sem höfðu betur og eru þar með orðnir Íslandsmeistarar í Overwatch.  Úrslitin voru sýnd í beinni útsendingu á Twitch og voru um 2000 manns sem horfðu í einu á æsispennandi viðureign Einherja og Team Hafficool.

Íslandsmeistaramót í tölvuleiknum Overwatch 2017

Íslandsmeistaramót í tölvuleiknum Overwatch 2017

Góð þátttaka var í keppnina en 50 lið voru skráð til leiks eða um 300 Overwatch spilarar og hefur mótið gengið mjög vel og eiga mótshaldara þúsund þakkir fyrir vel heppnað mót.  Undanúrslitin voru spiluð á fimmtudaginn s.l. en þar kepptu Einherjar, Team Hafficool og Lostboys.

Íslandsmeistaramót í tölvuleiknum Overwatch 2017

Íslandsmeistaramót í tölvuleiknum Overwatch 2017

Heildarverðmæti verðlauna eru allt að 1.4 milljón krónur.

Úrslit urðu þessi í fyrsta Íslandsmeistaramóti í Overwatch:

1. sæti – Einherjar

  • Natanel Demissew – hoppye
  • Kristófer Númi Valgeirsson – Númi
  • Jens Pétur Clausen – Clausen
  • Vigfús Ólafsson – Fúsi
  • Birkir Grétarsson – BibbiDESTROY
  • Axel Ómarsson – Aseal

Í verðlaun fyrir 1. sætið
Liðið fær fríar Eitt gíg ljósleiðaratengingar í ár að verðmæti um 900.000 krónur (6 x tengingar til áramóta 2017/2018).  Einnig fær liðið 210.000 krónur í peningum og þar að auki 120.000 í gjafabréfum.

2. sæti – Team Hafficool

  • Ingi Þór Aðalsteinsson cmd
  • Axel Ólafsson – Plerfs
  • Grétar Smári Hilmarsson – Trölladráp
  • Ingi Páll Óskarsson – Ingi
  • Símon Alexander Eiríksson – Gálgafrestur
  • Jón Pétur Rúnarsson – JayyPee

Í verðlaun fyrir 2. sætið:
Liðið fær 90.000 í peningum og þar að auki 60.000 króna gjafabréf.

3. sæti – Lostboys

  • Alexander Salvador – Pisc3s
  • Björgvin Þorvaldsson – BJ0GGI
  • Heiðdís Anna – Hjalti
  • Guðlaugur Daðason – BlackPhillip
  • Heimir Heimisson – hem
  • Leó Cogu – DethKeik

Vídeó

Hér að neðan eru nokkur glæsileg tilþrif frá mótinu

Myndir: skjáskot úr myndbandi

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

x

Check Also

Íslenska landsliðið í Overwatch

Íslenska Overwatch landsliðið sigraði í Eurocup 2019

Íslenska landsliðið í Overwatch gerði ...