Heim / Movies og klippur frá Íslenskum spilurum / Felix: CS:GO f/f Fragmovie | Hver er maðurinn?
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Felix: CS:GO f/f Fragmovie | Hver er maðurinn?

 Felix - CS:GO f/f Fragmovie

Það ættu nú margir gömlu cs 1.6-arar muna eftir stórmeistaranum Felix en hann spilaði hér í denn með liðunum Adios, NoName og NewTactics svo fá eitt sé nefnt.

Í dag er Felix 28 ára og hefur spilað frá árinu 1999, en þá kynntist hann Half-Life og fljótlega eftir það Counter Strike 1.3.  Felix keypti leikinn Counter-Strike: Global Offensive (CS:GO) snemma árs 2013 og hefur spilað hann síðan.

Nú nýlega birti Felix fragmovie úr leiknum CS:GO og eru öll fröggin frá honum sjálfum s.l. 7 mánuði og tók hann um viku að fara yfir öll fröggin, en myndbandið sjálft er hægt að horfa á hér að neðan, en fyrst forvitnuðumst um hver er Felix fyrir þá sem ekki þekkja kappann.

Hvað ertu búinn að spila tölvuleiki lengi?

Maður er búinn að spila tölvuleiki alltof lengi, og á örugglega aldrei eftir að þroskast frá því

, sagði Felixs hress í samtali við eSports.is.

Mig minni að ég hafi kynnst fyrstu leikjatölvunni sem maður setti kasettur (hljóðsnældur) í vélina og tók hellings tíma að loada einum 8 pixla leik.  Svo þróaðist þetta með tímanum.  Gameboy, Rexton (Nintendo eftirlíking), Sega Mega Drive 32bita, DOS leikir (Doom, Woflenstein 3D). Mig minni að mín fyrstu kynni við fyrstu persónu skot leik sem maður notaði loksins músina til að aim-a var Quake 2, og mitt fyrsta lan var í grunnskólanum mínum einmitt í honum.

Hvaða tölvuleiki spilar þú aðallega núna?

Ég spila mestmegnis CS:GO nú til dags, annars hef ég líka alltaf gripið í Battlefield 3/4. Svo er ég reyndar að missa mig yfir útsölunni á steam núna hehehe… 🙂

Hver er uppáhalds spilari þinn á Íslandi og af hverju?

Ég á mér í raun engann uppáhalds spilara. En það eru þrír einstaklingar sem ég hef mikið spilað með og ég dýrka að spila með þeim vegna góðs mórals.
Darri, Smart_guy er sá sem ég er búinn að spila mest með, við erum búnir að þekkjast frá því að við vorum 6 ára gamlir, höfum mjög gaman af því að fíflast í Matchmaking saman. Tökum okkar Magga session (Mag-7 haglarinn).
Stebbi, rws (WildPlay) Stebbz er ég búinn að þekkja frá 1.6. Mjög hress og stríðinn félagi. Síðast liðin 2-3 ár hafa lönin verið heima hjá honum, þannig að maður er búinn að spila mikið með honum.
Alexander, eShock L3xi kynntist ég í gegnum Stebba þegar ég byrjaði í CS:GO. Þú finnur ekki mann með betri móral í CS. Hann er vinur allra. <3

Á hvernig vél spilarðu á núna?

Ég er nýlega búinn að uppfæra turninn minn og hljómar setup-ið mitt svona:

  • Örri : Intel Core i7-4770 3.4GHZ
  • Minni : 16GB DDR3
  • Móbó : MSI Z97 Gaming 5
  • Skjákort : AMD Radeon R9 200 Series 4GB
  • Stór taujmotta / Logitech G400 mús
  • Skjár : Einhver 21″ Philips, næstu kaup, BenQ!

Hér að neðan er myndbandið CS:GO f/f Fragmovie:

 

Mynd: skjáskot úr myndbandi.

 

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

x

Check Also

Hver man ekki eftir suddalega flotta myndbandinu Icelandic Sensation?

Hér er gamalt og gott ...