Heim / PC leikir / Fleiri spila tölvuleiki vegna útbreiðslu kórónuveirunnar – Covid 19
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Fleiri spila tölvuleiki vegna útbreiðslu kórónuveirunnar – Covid 19

EVE Online

EVE Online er free to play

Tölvuleikir virðast vera að verða sívinsælli vettvangur fólks til félagslegra samskipta nú þegar raunveruleg samskipti eru af skornum skammti vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Vikuleg sala á tölvuleikjum hefur meðal annars aukist um allt að 60% á síðustu vikum að því er fram kemur í umfjöllun BBC sem að mbl.is vekur athygli á með ítarlegri umfjöllun hér.

Virðist sérstök aukning vera á sölu leikja þar sem hægt er að vera í samskiptum við aðra spilara.

Fyrir 14. mars skráðu um 7.000 manns sig fyrir nýjum reikningi í tölvuleiknum Eve Online á hverjum degi. 14. mars hækkaði sú tala í 11.000. Þetta staðfestir Hilmar Pétursson, framkvæmdarstjóri tölvuleikjarisans CCP, í samtali við BBC í dag.

Mynd: eveonline.com

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]