Heim / PC leikir / Fyrsti íslendingurinn að klára Diablo 3? | Erfiðast í leiknum var klárlega sum elite mob combos
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Fyrsti íslendingurinn að klára Diablo 3? | Erfiðast í leiknum var klárlega sum elite mob combos

Grissi kláraði Diablo 3 í gærmorgun, en það eru 4 difficult level í diablo 3 – Normal – Nightmare – Hell – Inferno. Inferno er samt mun erfiðara en allt annað sem er á undan, segir Grissi í samtali við eSports.is.  Grissi ættu margir hverjir að þekkja sem hafa fylgst vel með elite grúppunni Mod.is hér á árum áður, en hann er einn af 4 aðilum sem stofnaði þá síðu og hélt uppi mod.is. Hinir voru Desidius, The-Sage og Yu-chan.

Grissi er 25 ára spilari og hefur spilað meðal annars leikina Day of defeat, Natural selection og Starcraft brood-war og kíkir ennþá við og við i þessa leiki. En seinustu ár hefur hann spilað Natural Selection 2, Heroes of Newerth og Starcraft 2 og svo að sjálfsögðu Diablo 3 núna.

Hvenær kláraðir þú Inferno?
Um 06:00 leitið í gærmorgun. Er svo búin að klára act 4 nokkrum sinnum eftir það.

Hvað hefur þú verið að spila D3 oft á dag og hve lengi í senn?
Búinn að vera að spila í 6 daga. Hef verið að spila 6-14 tíma á dag.

Var erfitt að klára leikinn?
Þetta var frekar auðvelt þangað til að ég komst í Inferno. Það tók mig svona hálfan dag að finna gott skill build sem leyfði mér að fara i gegnum leikinn án vandræða.

Hvað myndir þú segja að hafi verið erfiðast í leiknum?
Klárlega sum elite mob combos. Erfiðasta combo sem ég hef lent í er “Invulnerable minions, Horde, High hp, Mortar”. Það voru mjög öflugir mobs í act 3 sem voru með þetta buff og það var engin leið að fara nálægt þeim, eina leiðin var að restarta questinu.

Ertu að spila D3 með öðrum?
Verið blanda að spila með félögum og solo. Diablo var frekar strembin solo og ég vann hann með groupu í fyrsta skiptið sem ég kláraði hann. Kláraði hann svo solo í dag.

Veistu hvort að aðrir íslendingar séu búnir með leikinn?
Kæmi mér ekki á óvart að einhver annar Íslendingur væri búinn að klára, en ég kannast ekki við neinn annan.

Fylgstu með eSports.is á facebook hér.

 

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

x

Check Also

Solid Clouds forsýnir nýjasta leik sinn, Starborne Frontiers

Solid Clouds forsýnir nýjasta leik sinn, Starborne Frontiers

Solid Clouds býður hluthafa sína ...