Heim / PC leikir / Íslenskir strákar með sjokkerandi youtube rás
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Íslenskir strákar með sjokkerandi youtube rás

Nokkrir íslenskir strákar halda úti hressandi og um leið sjokkerandi youtube rás, en þeir eru Hilden, JJ, Mousy, Bibbi, Elmo, Erazer og Mr. E.  Strákarnir sem allir eru um tvítugt, spila Amnesia: the dark descent custom story, The Hidden: source svo eitthvað sé nefnt og sitja við facecam og öskra af hryllingi.

“Við stofnuðum hóp okkar seint árið 2010. En þá vorum við ekkert komnir langt út í tölvuleikja spilunina. Á þessum tíma hugsuðum við aðallega út í stuttmyndagerð og þessháttar.
En Draazil varð ekki til formlega fyrr en 2012 þegar við ákveðum nafnið okkar og markmið”, sagði Bibbi í samtali við eSports.is.

“Við stofnuðum Draazil vegna þess að við strákarnir byrjuðum útaf áhuga að vinna saman í þeim tilgangi að búa til stuttmyndir og jafnvel enda í kvikmyndum seinna í framtíðinni. Það mætti kannski minnast á að einn af okkar hópi sé genginn í Kvikmyndaskóla Íslands í þeim tilgangi til að geta komið okkur lengra.

Tveir aðrir meðlimar munu fylgja eftir á næstu önn sem skólinn bíður upp á. Við fengum síðan þá hugmynd þar sem við erum allir sterkir tölvuleikja aðdáendur að það væri rosa sterkur leikur á youtube að taka upp tölvuleiki og tala um þá, og auðvitað sýna viðbrögð í bregðuatriðum í hryllings tölvuleikjum. Þannig ákvaðum við að koma okkur saman og byrja að drita niður handrit. Ástæðan fyrir því að það séu ekki fleiri stuttmyndir er vegna þess að við höfum bara ekki allann þann búnað sem þarf til að gera stuttmyndir, en ætlum við okkur að ná því einn daginn.” sagði Bibbi að lokum aðspurður um hvers vegna þeir stofnuðu Draazil.

 

Draazil er stytting á yggdrasil, hið forna tré ásatrúar, en þeir vilja taka það fram að þeir eru ekki ásatrúar.

Vefslóðir:

www.youtube.com/Draazil

www.facebook.com/Draazil

Samansett mynd: Skjáskot af myndböndum Draazil

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

x

Check Also

7 Days To Die – Alpha | Að hætti Draazil

Einn af meðlimum í Draazil ...