Heim / Lan-, online mót / Jafntefli í leik Ísland vs Rússland – Við hefðum átt að vinna þennan leik – Viðtal
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Jafntefli í leik Ísland vs Rússland – Við hefðum átt að vinna þennan leik – Viðtal

Í gærkvöldi fór fram landsliðsleikurinn Ísland vs Rússland í leiknum Counter Strike:Source og var þetta í annað sinn sem að Íslenska landsliðið keppir í NationsCup XV, en í fyrri leiknum gegn Pólska landsliðinu sigraði Ísland 19 – 11.

Landsliðsleikurinn í gær við Rússland fór 15 – 15 og keppt var í mappinu Inferno. Til gamans má geta að 530 manns voru að horfa á leikinn.

Núna fór leikurinn ykkar við Rússland 15 – 15, var hægt að ná fram sigur?
Við hefðum allan tímann átt að vinna þennan leik, sagði Kruzer landsliðs-captain í samtali við eSports.is

Hvað fór úrskeiðis?
Við vorum komnir í 7-0 eða eitthvað álíka, þá tók vappinn þeirra 1v4 clutch sem var frekar sjúkt hjá honum en aðalega kæruleysi hjá spilurum. Eftir það round þá keyptum við en þeir unnu það round líka og eftir það vorum við “pretty much money fucked” og tókum minnir mig decho og echo og fyrri endaði 10-5 fyrir okkur í Counter Terrorist.

Í Terrorist hlutanum þá náðum við okkur eiginlega aldrei á strik en ég vil meina það að við vorum bara ekkert reddý í þennan leik, það mættu allir 5 mínútur fyrir leik og beint inná serverinn. Við vorum allir frekar kaldir og round sem áttu að klárast auðveldlega töpuðust, við áttum að vinna þennan leik allan tíman no doubt.

Næsti leikur er við Svíðþjóð, hefurðu hugsað þér að breyta tactic, sækja meira eða?
Við eigum enn eftir að renna yfir nokkur plön í nuke og við munum koma til með að mæta betur undirbúnir fyrir þann leik. Óli verður í UK þannig hann kemur ekki til með að spila þann leik, en við munum samt sem áður tefla fram sterku liði.

Við lögðum eina erfiða spurningu á Kruzer og hann var svo elskulegur að svara henni.

Ef þú þyrfti að skipta út mann í landsliðinu vegna forfalla og sub menn ekki tiltækir, hvaða spilara myndir þú velja?
Ef ég mætti velja mér einn spilara sem er ekki skráður í landsliðið til þess að spila með okkur þá yrði Hákon Hermannsson örugglega fyrir valinu, enda sjúkur spilari þar á ferð, betur þekktur sem mod.ice konneh, sagði Kruzer að lokum.

Landsliðið samanstendur af spilurunum:

:is: kruzer
:is: Auddzh
:is: ofvirkur
:is: furious
:is: intrm
:is: dannoz
:is: syntex

Verið er að reyna nálgast demo af leiknum og um leið og demo kemur í hús, verður það auglýst nánar á spjallinu.

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

x

Check Also

CSS landsliðið dottnir úr keppni

Síðastliðnar vikur hefur íslenska Counter ...