Heim / CS:GO landslið / Landsliðsmaðurinn Arnór styrkir Íslenska CS:GO landsliðið | Hvetjum alla til að styrkja
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Landsliðsmaðurinn Arnór styrkir Íslenska CS:GO landsliðið | Hvetjum alla til að styrkja

Arnór Ingvi Traustason

Arnór Ingvi Traustason

Arnór Ingvi Traustason er mörgum kunnugur enda einn af okkar bestu mönnum í knattspyrnu, en hann var t.a.m. valinn efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar og vakið mikinn áhuga erlendra félaga.

Arnór Ingvi hefur spilað með U-17 og U-19 ára landsliðum Íslands og er nú fastamaður í U-21 árs liðinu og spilar núna fyrir sænska úrvalsdeildarliðið Norrköping.

Arnór var ansi rausnalegur nú á dögunum, en hann styrkti Íslenska landsliðið í Counter-Strike: Global Offensive að upphæð 10 þúsund.

Safnast hefur 75 þúsund frá því að söfnunin hófst, en allur ágóði fer í að leigja æfingarhúsnæði og eins aðstoða þá sem búa út á landi með ferðakostnað til Reykjavíkur svo fátt eitt sé nefnt.

Telur þú þig vera góður kandídat fyrir CS:GO landsliðið?

Heyrðu nei eg er ekki kominn a þann stall í CS:GO

, sagði Arnór hress í samtali við eSports.is.

Hvetjum alla að styrkja Íslenska landsliðið í CS:GO og er hægt að leggja inná reikning:

542-14-401636 og kennitala 240983-5839 (Þórir Viðarsson).

Munið að margt smátt gerir eitt stórt.

 

Mynd: Aðsend/Josefine Loftenius

 

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

x

Check Also

Íslenski CS:GO landsliðshópurinn

Viltu eignast lyklaborð áritað af Íslenska CS:GO landsliðinu? Hér er tækifærið

TurboDrake sem spilaði með Counter-Strike: ...