Heim / Lan-, online mót / Skráning er hafin í haustdeild Tuddans 2016 í boði Tölvulistans!
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Skráning er hafin í haustdeild Tuddans 2016 í boði Tölvulistans!

TuDDinn - Logo

Skráning er hafin í haustdeild Tuddans, en boðið verður upp á keppni í þremur leikjum að þessu sinni:

– Counter-Strike: Global Offensive
– Overwatch
– Rocket League

Keppnisfyrirkomulag í Counter-Strike: GO mun taka töluverðum stakkaskiptum, sú ákvörðun var tekin að fækka bæði liðum í Úrvalsdeild og fyrstu deild, í Úrvalsdeildinni verða 8 lið og í fyrstu deild 16 lið.
Vilji lið komast í úrvals eða fyrstu deild verður að sækja um það sérstaklega, og fara þau lið í qualifier til að ákvarða hvert þau fara.

Aðeins 4 lið eiga fast sæti í úrvalsdeildinni en þau eru:
– VECA
– warMonkeys
– almost extreme
– NoVa

Það verða 4 sæti í úrvalsdeild í boði í undankeppninni og 16 sæti í fyrstu deild.
Einnig verður í boði önnur deild og þriðja, þriðja er ætluð þeim sem spila sjaldan og vilja samkeppni að hæfi.

Verðlaun og nánari dagskrá verður kynnt á næstu dögum.

Endilega fylgist með inná www.1337.is

 

Um TurboDrake

Það þarf vart að kynna CS goðsögnina TurboDrake, en hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á keppnum og hefur mikla ástríðu á CS leiknum. Hægt er að hafa samband við TurboDrake á netfangið [email protected]
x

Check Also

HRingurinn og Tuddinn

Hvað hefur gerst að undanförnu?

Í ágúst var haldið eitt ...