Heim / Lan-, online mót / StarDust sigraði DreamHack | Kaldi; “.. cool að sjá Jaedong í eigin persónu” – Viðtal
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

StarDust sigraði DreamHack | Kaldi; “.. cool að sjá Jaedong í eigin persónu” – Viðtal

Stardust ásamt vinum, vandamönnum og Infused félögum (Kaldi í fremstu röð til hægri)

Stardust ásamt vinum, vandamönnum og Infused félögum (Kaldi í fremstu röð til hægri)

Íslenski Starcraft 2 (SC2) spilarinn Kaldi keppti nú á DreamHack lanmótinu sem haldið var síðastliðna helgi dagana 15. – 17 júní 2013 í Jönköping í Svíþjóð.  Rúmlega 130 SC2 spilarar kepptu og lenti Kaldi í 33. – 48. sæti með Naniwa, Feast, Gowser, Lucky og fleiri góðum spilurum.

Kaldi er meðlimur í tölvuleikjasamtökunum Infused en þau eru talin ein virtustu samtök í tölvuleikjaheiminum og á vegum þeirra býr nú Kaldi í Sviss þar sem hann æfir á fullu við Starcraft 2 spilun í progaming húsi MyInsanity í júní, júlí og ágúst í litlum bæ, 10 mínútur fyrir utan Bern með tveimur kóreubúum og fjórum evrópubúum og þar á meðal SC2 spilaranum StarDust sem sigraði á DreamHack .

Hvernig fannst þér að keppa á svona stóru móti?
Það var ótrúlega gaman, var miklu stærra í sniðum en mótið í bretlandi sem var einnig frábært, gaman að hitta fólkið sem maður hefur verið að spila við á ladder.

Núna varstu að keppa á lanmóti á meðal þeirra bestu SC2 spilurum heims, voru menn stressaðir?
Nei nei var bara að hugsa um leikinn, náði að blocka út allt annað.

Stardust, sigurvegari DreamHack og Kaldi

Stardust, sigurvegari DreamHack og Kaldi

Náðir þú að gera eitthvað annað en að keppa?
Já það var nóg að gera alla dagana, fékk aðgang að pro loungeinu þannig að ég var innan um progamera allan daginn. Ég borðaði nokkrum sinnum með Azubu Violet sem er mjög fínn náungi og með góða ensku.  Í eftirpartýinu spjallaði ég meðal annars við EG suppy og Incontrol, PiG, Millenium Feast.  Fór síðan frá Jönköping með Team liquid liðinu spjallaði fullt við þá, en við vorum í sömu flugvél.

Kaldi gerir sig kláran fyrir massífa spilun á DreamHack

Kaldi gerir sig kláran fyrir massífa spilun á DreamHack

Hvað er eftirminnilegast frá lanmótinu?
Án efa var það að sjá herbergisfélaga minn My Insanity Stardust Vinna mótið, annars var líka mjög cool að sjá Jaedong í eigin persónu og að komast áfram á mótinu.

Kaldi kemur til með að keppa á lanmótinu ESET uk masters sem haldið er 23. til 26. ágúst næstkomandi í Bretlandi.

Myndir fengnar af facebook síðu Kalda.

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

x

Check Also

HappyV - EnVyUs

Truflað deagle ACE – Algjört möst að horfa á þetta myndband

Það verður ekki tekið af ...