Heim / Liðin / WarMonkeys bætir við tveimur meðlimum
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

WarMonkeys bætir við tveimur meðlimum

WarMonkeys - Iceland

Í byrjun júlí bætti Íslenska CS:GO liðið WarMonkeys við tveimur meðlimum, en það eru þeir Þórir, TurboDrake, CS1.6 goðsögnin og verður hann þjálfari liðsins ásamt Aroni Ólafs sem stjóra liðsins.

Þórir hefur gríðarlega keppnisreynslu og eru vandfundnir menn með meira innsæi eða ástríðu í þessum leik. Hann hefur ekki verið að keppa upp á síðkastið en það má segja að sem stofnandi TuDDans sé maðurinn ein helsta klappstýra Counter-Strike á Íslandi, segir í tilkynningu.

IGL Dói (Critical) hafði eftirfarandi að segja um ráðninguna:

“Það er mjög spennandi að fá einhvern til að deila ábyrgðinni með að skipuleggja ný plön og með þessari breytingu er liðið orðið sterkara en það hefur nokkurntíman verið. TurboDrake goðsögnin hefur verið hluti af Counter-Strike menningunni lengur en margir spilarar hafa kunnað að skrifa og lesa.  Hann var einn af aðalspilurum Drake og við erum mjög glaðir með að hafa fengið hann til liðs við okkur.

Liðið hefur eytt sífellt meiri tíma í æfingar upp á síðkastið svo ég hef ekki verið nægilega duglegur við að sjá um demo-in en Þórir mun núna hjálpa okkur með það sem mun efla getu okkar og halda okkur í efstu sætum íslensku senunnar.”

WarMonkeys hefur einnig fengið til liðs við sig Aron Ólafs sem mun sjá um daglegan rekstur og samningagerð og viðræður við styrktaraðila og liðskynningar sem og hann mun sjá um almannatengsl. Aron hefur verið hluti af íslensku CS menningunni síðan CS 1.2 og var áður fyrr einn af p1mpum Skjálfta en hefur nýlegið verið partur af stjórnendateymi Tuddans.

Sjá einnig: WarMonkeys sigruðu Tuddinn #2 – Vídeó

Í tilkynningu segir að WarMonkeys er gríðarlega spennt fyrir þessum viðbótum við liðið sem mun gefa spilurum svigrúm til að setja allann sinn fókus og tíma á æfingar og strött.

Facebook síða WarMonkeys

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: esports@esports.is

Svara

x

Check Also

Warmonkeys lineup.

Ísland mætir Noreg í King of Nordic!

Ísland spilar á móti Noreg ...

Fara í tækjastiku