Heim / Lan-, online mót / WarMonkeys sigruðu Tuddinn #2 – Vídeó
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

WarMonkeys sigruðu Tuddinn #2 – Vídeó

WarMonkeys

WarMonkeys

Lanmótið Tuddinn var haldið síðastliðna helgi í Íþróttahúsinu í Digranesi þar sem keppt var í Counter-Strike: Global Offensive (CS:GO).  Góð þátttaka var á lanmótið en hvorki meira né minna en 43 lið sem mættu til leiks.

Það voru WarMonkeys sem sigruðu lanmótið, en úrslitin voru eftirfarandi:

1. sæti – WarMonkeys
2. sæti – VECA
3. sæti – Seven
4. sæti – GODS

Í verðlaun var:

1. sæti: 200.000 kr í peningum ásamt 100.000 gjafabréfum frá Tölvulistanum
2. sæti: 100.000 kr í peningum ásamt 50.000  gjafabréfum frá Tölvulistanum
3. sæti: 50.000  kr í peningum ásamt 50.000  gjafabréfum frá Tölvulistanum

Einnig var haldin CS:GO Mountain Dew keppni og sigurvegarar þar voru Taste og í verðlaun fékk liðið Mountain Dew ásamt því að leikmenn liðsins fengu frítt á næsta lanmót Tuddans.

Rúmlega 1000 áhorfendur fylgdust með mótinu á netinu sem auglýst var meðal annars á visir.is.

Myndir frá mótinu er hægt að skoða á facebook síðu Tuddans.

Með fylgir nokkur highlights frá lanmótinu ofl. og ástæða til að vara við gelgju-öskri í myndbandi:

Mynd: facebook / WarMonkeys

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

x

Check Also

HRingurinn og Tuddinn

Hvað hefur gerst að undanförnu?

Í ágúst var haldið eitt ...