Heim / Lan-, online mót / Íslenskir strákar með hetjunum sínum á Dreamhack
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Íslenskir strákar með hetjunum sínum á Dreamhack

Eins og greint var frá hér, þá keppti Íslenski Starcraft 2 (SC2) spilarinn Kaldi á DreamHack lanmótinu sem haldið var dagana 15. – 17 júní 2013 í Jönköping í Svíþjóð. Með í för voru þrír hressir strákar þeir Sazu , Nuckzer og Mystline en þeir eru hardcore SC2 spilarar, “fór á dreamhack með tveimur félögum mínum, þeim Nuckzer og Sazu til að fylgjast með SC2 keppninni, en við hittum Kalda í fluginu út og við vorum síðan allir samferða til svíþjóðar, en Kaldi fór svo beint til Jönköping, á meðan ég og félagarnir eyddum einum degi í Gautaborg, fórum í Liseberg amusement parkið og hittum svo Kalda svo næsta dag Dreamhack höllinni”, sagði Mystline í samtali við eSports.is.

Aðspurður um úrslitin og meðfylgjandi myndir segir Mystline, “Það sem kom mér á óvart voru Sjow og Stardust, en það bjóst enginn við að þessir gaurar myndu vinna.  Fyrsta myndin sem ég lét taka af mér var með Squirtle, var ekki að trúa því að þetta væri að gerast, svo hitti maður á hetju á eftir hetju þarna.. spjallaði við Goody í nokkrar mínútur, mjög tjillaður og nettur gaur”.

“En sjaldan verið jafn spenntur og þegar ég hitti á Stephano og Jaedong og fékk myndir með þeim”, sagði Mystline sem tók meðfylgjandi myndir og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi hans.

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

x

Check Also

Solid Clouds forsýnir nýjasta leik sinn, Starborne Frontiers

Solid Clouds forsýnir nýjasta leik sinn, Starborne Frontiers

Solid Clouds býður hluthafa sína ...